/r/klakinn
Ástkæra ylhýra. Þjóðarstoltið. Ullarpeysurnar. Latte lepjandi miðbæjarrottur. Sleggjurnar að norðan og allt annað sem viðgengst á klakanum góða.
Ástkæra ylhýra. Þjóðarstoltið. Ullarpeysurnar. Latte lepjandi miðbæjarrottur. Sleggjurnar að norðan og allt annað sem viðgengst á klakanum góða.
/r/klakinn
Sæl öll, mig minnir að ég hafi séð mynd af ungri Höllu Tómasd sem pönkari en svo reynist mjög erfitt að finna hana. Sendið á mig ef þið finnið myndina 🙏 (mjög mikilvægt) takk.
Að kjósa ekki eða skila auðu er ekkert góð hugmynd, þetta er eitt af því fáa sem við fáum að segja til um í þessu blessaða landi með okkar atkvæði :)
Fluttur til Noregs, á fína borðtölvu á Íslandi
Er að pæla hvort èg eigi að selja hana eða flytja hana hingað. Hef ekki hugnynd hvað það myndi kosta. Einhver með reynslu af þessu eða getur frætt mig?
Veit eth hvar maður getur fengið gothic kuldaskó sem virka á íslandi? Og ekki of háir. Eða bara svartir kuldaskór með ull getur líka virkað but it’s not as cute🙄 ekki platform eg er hávaxin
Plz mods, opna fyrir gifs í comments.
Búin að gera dauðaleit af klippunni úr næturvaktinni þar sem Georg öskrar á kosningasjónvarpið “meðalgreinda þjóð” án árangurs. Á einhver hér þessa klippu?
Góðan dag. Í stuttu máli þá er ónefnt orkufyrirtæki búið að semja við sveitarfélagið mitt og er búið að fá leyfi til að byggja 7mW virkjun á mínu landi.
Ekkert mál, ég hefði pottþétt gefið grænt ljós á virkjun. En mér finnst þetta stórfurðulegt. Það á að byggja stíflu sem er 160m breið, 12m há og 50% af þessari stíflu og stöðulóninu er á mínu landi (Mín lóðamörk eru miðuð við ánna sem verið er að virkja). Þannig einhvernvegin er búið að samþykkja framkvæmd á mínu landi án þess að ræða neitt við mig. Er þetta ekki smá spes?
Auðvitað er ísland í eigu okkar allra og við þurfum rafmagn. En ég fýla ekki alveg að ég uppgvöta þetta í gegnum fréttirnar.
BREYTING:
Það er greinilega einungis búið að samþykkja þetta af UST, sveitarfélaginu og tveimur verkfræðistofum. Það þýðir ekki að það er búið að samþykkja þessa framkvæmd í heild sinni eins og ég hélt upphaflega. Heldur er þes si framkvæmd nánast klár og mitt samþykki er svo næst.. (held ég, ætla samt að ræða við lögfræðing) Takk fyrir góð svör
ekki AI
Hvað eru góð íslensk hlaðvörp sem þið hlustið á? Gefið mér tillögur
Stundum þurfa atvinnuleysingjar eins og ég að keyra þegar allir eru að keyra heim úr vinnunni. Þá verður mér ljóst að gamla máltakið „umferðin er bara kappakstur að næsta rauða ljósi” sé satt.
Helstu ökuníðingarnir á þessum tíma eru Teslur og fólk sem er greinilega að herma eftir Max Verstappen. Síðan eru undantekningarlaust einhverjir fávitar sem keyra svo nálægt mér að það mætti halda að þeir væru að reyna að þefa af rassinum á bílnum mínum, eða jafnvel rassinum mínum í gegnum bílinn.
Þeir eru reknir! Það skal skipa þeim til að bíða í vinnunni þangað til venjulega fólkið er komið heim. Jafnvel láta þá alla keppa um hver getur verið mesti ökuníðingurinn í leiðinni. Og leyfum öllum gangandi og hjólandi vegfarendum að kasta múrsteinum í hvern sem þeir telja að muni stofna öðrum í umferðinni í hættu.
Kjósið mig.
Er orðin svo andlega þreytt á mörgum málum, persónulegum og samfélagslegum, að ég er byrjuð að skoða rage rooms á Íslandi... finn bara eitt og kostar effin 30Þ ???
Mikill peningur og lítið veski, en er orðin svo þreytt að ég bít bara í jaxlinn (og bankareikninginn lol). En vil spurja ykkur hvort þetta sé peningsins virði ? Hefur einhver hérna farið á svona áður ? Á Íslandi eða í útlöndum ?
Er ég freðinn eða hefur ártalið á krónunni í myndinni fyrir r/klakinn breyst úr 2006 í 2003?
Ef ekki, þá byrjar hér með samsæriskenningin um það. Hlustið vel, kæru samlandar, því kenningin hljóðar svo: Á klakanum ræður eins konar djúpríki. Það hefur ákveðið að breyta ártalinu vegna þess að 2006 er skítaár og ekkert gott kom upp úr því.
#niðurmeðdjúpríkið
Takk fyrir mig.
Komið sæl,
Ofboðsleg túristavæðing miðbæjarinns gerir kleift engum siðsamlegum verslunum að opna sem þjóna ungu fólki í Reykjavík. Að undanskildum Kormáki og Skyldi, Mokka, einstökum "pop-up" fataverslunum, sem eru vissulega margar hverjar mjög flottar, og þó nokkrum veitingahúsum er engin verslun eitthvað til þess að skrifa heim um.
Sættum við okkur í alvöru, eins og helvítis kanin, við staði eins og subbulegu hverfisbarina í Kópavoginum, KFC, og "Iceland Street Food". Afsakið hve hart er mælt. Svo er það þannig að menn þurfa farið að keyra á þessa staði ef svo vill til að menn búi í útihverfum.
Mögulega er ég gömul sál, en ég hef séð fallegri borgir í Evrópu. Ísland er á milli eftirfarandi menningarheima: Rússlands, USA, Evrópu. Eins og staðan er núna finnst mér klakinn vera líkastur USA, en útihverfin mörg hver Rússlandi eða Austur Evrópu, þar sem blokkir, eins konar íslenskar Stalinkablokkir, sardínudósir, ráða ríkjum. Örfá horn í miðbænum eiga mögulegt tilkall til bara dæmis menningu á borð við Kaupmannahöfn: Hverfisgatan (á köflum), gamli vesturbærinn, gamli austurbærinn, og Ingólfsstræti (þ.m.t. Þingholtin flest).
Menn geta rætt um pólitík eins og þeir vilja, en seint sé ég fyrir mér hús byggt eins og Þjóðleikhúsið, Gamla Bío, eða jafnvel Ráðhúsið, eins og staðan er núna.
Mögulega kalla margir mig nöldrara útaf þessu, lítið í eigin garð, finnst þér menningarlíf hérlendis ganga út á það hve margir staðir nálægt þer selja "Bríó". Það er lítið sem ekkert líf fyrir utan þessi horn miðbæjarins og mikil, þó ekki öll, nýbyggð fárljót.
Bendi á eftirfarandi sem dæmi um gott:
Iðnó, Þjóðleikhúsið, Gamla Bíó, Tjarnarbíó, Hosíló, Vínstúkan, B-12 space og allt sambærilegt, Bókin klapparstíg, Menntaskólar allir hverjir, Mokka, Kaffi félagið, Caruso Ristorante, Skreið, önnur sambærilega sæmilega skreytt veitingahús, o.s.frv.
Þakka fyrir þolinmæði,
Meldingar velkomnar,
Maður kaupir eitthvað á netinu á kannski 800kr af því maður finnur hlutinn ekki í búðum á landinu og er rukkaður 4000+ krónur í tolli þegar það kemur til landsins, og það er ferlegt ef þú ert að fá fleiri en einn pakka.
Er að spyrja fyrir vin